Viðskipti erlent

Stórþingið greiðir atkvæði um olíuleit við Jan Mayen

Reiknað er með að norska Stórþingið muni greiða atkvæði í vetur um olíuleit og vinnslu á tveimur hafsvæðum. Annarsvegar undan ströndum Jan Mayen og hinsvegar í suðausturhluta Barentshafs.

Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs. Moe segir að áætlað sé að leggja frumvarp um málið fram á Stórþinginu fyrir páskana þannig að hægt sé að afgreiða það á yfirstandandi þingi en þingkosningar eru í Noregi í haust.

Fram kemur í frétt Reuters um málið að reiknað sé með að frumvarpið verði samþykkt þar sem leyfi til olíuleitar á þessum tveimur hafsvæðum sé ekki deilumál í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×