Viðskipti erlent

Skattar á fjármagnshreyfingar færast nær

Magnús Halldórsson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Fjármálaráðherrar Evrópuríkja hafa gefið grænt ljós á það að ríki álfunnar setji skatt á fjármagnshreyfingar, með það að markmiði að gera fjármálakerfi ríkjanna öruggari og traustari.

Ellefu ríki af 27 Evrópusambandsríkjum hafa þegar lýst yfir vilja til þess að koma á skatti á fjármagnshreyfingar, sem oft er nefndur Tobin-skattur, og þar á meðal eru Þýskaland og Frakkland. Endanlegar ákvarðanir um skattinn hafa þó ekki verið teknar ennþá.

Ekki náðist samkomulag á meðal allra ríkja Evrópusambandsins um að koma skattinum á og voru 16 ríki því mótfallin, þar á meðal Bretland. Stjórnvöld í ríkjunum sjálfum ráða því hvort skatturinn verður lagður á og þá einnig hversu hár hann verður.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að skatturinn verði líklega á 0,1 prósent á allar fjármagnshreyfingar í formi verðbréfaviðskipta, og 0,01 prósent á hefðbundnar fjármagnshreyfingar.

Sjá má frétt BBC um þessi mál hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×