Viðskipti erlent

Verðbólgan mælist 1,9% í Danmörku

Verðbólgan í Danmörku mældist 1,9% í desember s.l. eða nokkuð undir meðaltalinu í ríkjum Evrópusambandsins sem var 2,3% verðbólga.

Töluvert dró úr verðbólgunni í Danmörku frá fyrra mánuði þegar hún mældist 2,2%. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að verðbólgan í Danmörku hafi nú mælist undir meðaltali Evrópusambandsins frá því í ágúst árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×