Viðskipti erlent

ESB rannsakar ríkisstuðning við FIH bankann í Danmörku

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gert alvarlegar athugasemdir við hvernig dönsk stjórnvöld ákváðu að bjarga FIH bankanum frá hruni á síðasta ári.

Framkvæmdastjórnin hefur fyrirskipað rannsókn á málinu í heild og er sú rannsókn þegar hafin. Það sem dönsk stjórnvöld gerðu í gegnum svokallaðan Bankpakke 5 var að færa ónýt fasteignalán FIH frá bankanum og yfir í umsjón Bankaumsýslu danska ríkisins. Um var að ræða lán upp á 17 milljarða danskra króna að nafnvirði.

Framkvæmdastjórnin telur að þessi ráðstöfun hafi m.a. brotið gegn samkeppnisreglum Evrópusambandsins, að því er segir í frétt á vefsíðunni business.dk. Einnig telur Framkvæmdastjórnin að reglur um ríkisstyrki hafi verið brotnar og vill fá svar við spurningunni um hvort helstu eigendur FIH hafi komið nægilega mikið að björguninni með eigið fé. Eigendurnir eru að stærstum hluta lífeyrissjóðirnir ATP og PFA.

Eins og oft hefur komið frá áður eru endurgreiðslur á rúmlega helmingi af því verði sem Seðlabanki Íslands fékk fyrir FIH bankann árið 2010 háðar gengi bankans fram á næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×