Viðskipti erlent

Liborvaxtasvindlið kostar RBS 100 milljarða í sekt

Royal Bank of Scotland (RBS) mun í dag tilkynna um dómsátt vegna þáttar bankans í Liborvaxtasvindlinu svokallaða.

Blaðið Wall Street Journal segir að sektin sem Royal Bank of Scotland muni greiða nemi allt að 500 milljónum punda eða um 100 milljörðum króna. Greiðslan skiptist á milli breskra og bandarískra stjórnvalda. Samhliða þessu mun bankinn viðurkenna lögbrot sín í Bandaríkjunum.

Áður höfðu óstaðfestir fréttir hermt að bankinn hefði gert dómsátt við breska ríkið vegna málsins síðasta haust upp á um 300 milljónir punda en breska ríkið á nú um 80% hlut í Royal Bank of Scotland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×