Viðskipti erlent

Ítalska mafían með meiri veltu en orkurisinn Eni

Ný úttekt á vegum Sameinuðu þjóðanna sýnir að veltan af glæpastarsemi ítölsku mafíunni nemur 116 milljörðum evra á ári. Þessi upphæð er hærri en nemur veltunni hjá orkurisanum Eni sem er stærsta fyrirtæki landsins.

Mafían sem hér er átt við eru þrjú helstu samtök hennar á Ítalíu, það er Cosa Nostra, Camorra og Ndrangheta.

Pierpaolo Romani sem stjórnar aðgerðum hins opinbera á ítalíu gegn skipulögðum glæpasamtökum segir að mafían sé alþjóðlegt afl sem mengar efnahagslíf landsins og spillir stjórnmálalífi þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×