Viðskipti erlent

Auðmönnum fjölgar að nýju í Danmörku

Auðmönnum í Danmörku fer aftur fjölgandi. Þeir Danir sem hafa meira en ein milljónum danskra króna, eða um 23 milljónir króna, í árslaun eru nú rétt tæplega 60.000 talsins eða rúmlega 1% af þjóðinni.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur. Í upphafi fjármálakreppunnar árið 2008 fækkaði auðmönnum í Danmörku fyrstu árin en á síðustu tveimur árum hefur sú þróun snúist við. Í fyrra og hitteðfyrra fjölgaði þannig Dönum með fyrrgreind árslaun um tæplega 8.000 einstaklinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×