Viðskipti erlent

Sjónvarpstæki Apple kemur í haust

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Tæknirisinn Apple mun svipta hulunni af nýrri vöru í haust, sjónvarpstækinu iTV. Líklegt þykir að það verði gert á blaðamannafundi í haust en við sama tilefni verður ný og endurbætt útgáfa af Apple TV margmiðlunarspilaranum einnig kynnt til leiks.

Fjallað er um málið á vefsvæði Apple Insider. Þar er haft eftir sérfræðingi um starfsemi Apple, Peter Misek, að fyrirtækið muni setja þetta einstaka sjónvarpstæki á markað í september eða október.

Misek sagði Apple Insider að iTV verði fáanlegt í tveimur stærðum, 42 og 55 tommur, og að tækið muni ekki kosta minna en 1.500 Bandaríkjadali, eða það sem nemur rúmlega 193 þúsund krónum.

Ljóst er að Apple bindur miklar vonir við iTV. Misek segir að fyrirtækið stefni á að selja að minnsta kosti tvær milljónir eintaka á þriðja ársfjórðungi þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×