Viðskipti erlent

Bílasala dregst saman innan ESB en eykst á Íslandi

Á meðan bílasala dregst saman í ríkjum Evrópusambandsins eykst hún verulega á Íslandi á milli ára.

Þetta kemur fram á vefsíðu Bílgreinasambandsins. Þar segir að bílasala innan ESB landanna í janúar s.l. hafi dregist saman um 8,7% miðað við janúar í fyrra. Á Íslandi hinsvegar jókst bílasalan um tæp 44% á milli sömu mánaða.

Í janúar sl. seldust rúmlega 885.000 bílar innan ESB og hafa nýskráningar bíla í einum mánuði ekki verið jafn fáar innan sambandsins síðan 1990.

Mestur var samdrátturinn í Grikklandi eða um 34,5%. Í Hollandi var hann 31,2%, Ungverjalandi 26,1% og á Kýpur var hann 20,8%.

Þó heilt yfir sé samdráttur þá eru nokkur lönd þar sem aukning var í sölu nýrra bíla og má þar nefna Eistland með aukningu um 28,4%, Danmörk 14,5%, Belgía 13,3% og Bretland þar sem aukningin var 11,5%, að því er segir á vefsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×