Viðskipti erlent

Ódýr iPhone 5 væntanlegur

MYND/AP
Kínverskir fjölmiðlar fullyrða að ódýrari útgáfa af iPhone 5 snjallsímanum sé væntanleg á markað í Kína og víðar í Asíu á næstu mánuðum. Talið er að raftækið muni kosta um 40 þúsund krónur.

Það var tæknifréttasíðan Macotakara sem greindi fyrst frá þessu en fréttaritarar síðunnar hafa eftir heimildarmönnum sínum hjá Apple að ytri skel nýja snjallsímans verði úr plasti en ekki áli eins og núverandi kynslóð iPhone 5.

Jeremy Horwitz, hjá fréttamiðlinum iLounge, greindi síðan frá því í dag að snjallsíminn nýji verði búinn Retina-snertiskjá og Lightning tengibraut, rétt eins og iPhone 5.

„Heimildir okkar herma að verðlag á iPhone snjallsímum í Kína sé einfaldlega of hátt fyrir flesta neytendur. Vélbúnaður símans út af fyrir sig kostar rúmlega hundrað þúsund krónur. Meðallaun í Kína eru um 370 þúsund krónur," segirg Horwitz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×