Viðskipti erlent

NIB ætlar að borga 8,5 milljarða í arð

Hagnaður Norræna fjárfestingarbankans (NIB) jókst nokkuð í fyrra miðað við árið áður. Nam hagnaðurinn 209 milljónum evra eða um 34 milljörðum króna á móti 194 milljónum evra árið áður.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að bankinn hafi ákveðið að borga eigendum sínum, Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, arð að upphæð 52 milljónir evra eða um 8,5 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×