Viðskipti erlent

Kýpur mun halda í evruna

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Nicos Anastasiades forseti Kýpur.
Nicos Anastasiades forseti Kýpur. Mynd/ AFP.
Kýpur mun ekki slíta myntsamstarfi sínu við Evrópusambandið. Evran var tekin upp í landinu þann 1. janúar árið 2008. Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, lýsti því yfir í dag að það væri ekki stefna yfirvalda að standa í tilraunastarfsemi með framtíð Kýpur. Hann ítrekaði að fjárhagsleg framtíð landsins væru nú örugg enda hefðu yfirvöld uppfyllt skilmála fyrir tíu milljarða evra neyðarláni frá evrópska seðlabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Bankar og fjármálastofnanir á Kýpur opnuðu í gær eftir að hafa verið lokaðar í tæpar tvær vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×