Viðskipti erlent

Notaði þrefalt meira fé í ráðgjafagreiðslur en vegagerð

Norska vegagerðin notaði 2.4 milljarða norskra króna eða um 50 milljarða króna í greiðslur til ráðgjafa á síðasta ári. Þetta er þrefalt hætti fjárhæð en vegagerðin notaði á árinu til að leggja nýtt slitlag á vegi eða viðhalda þeim.

Fjallað er um málið á vefsíðu Verdens Gang. Þar segir að greiðslur vegagerðarinnar til ráðgjafa hafi blásið út á síðustu árum en árið 2010 námu þær 1,5 milljarði norskra króna.

Talsmenn vegagerðarinnar útskýra hinar auknu ráðgjafagreiðslur með því að segja að þær séu í samræmi við aukin verkefni hjá vegagerðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×