Viðskipti erlent

Ljósmyndir frá Bítlatónleikum 1966 seldar á sex milljónir

Ljósmyndir sem teknar voru baksviðs á tónleikum Bítlanna í New York árið 1966 af áhugaljósmyndara voru seldar fyrir tæplega 6 milljónir króna á uppboði hjá Omega uppboðshúsinu fyrir helgina.

Ljósmyndarinn sem hér um ræðir svindlaði sér baksviðs á tónleikunum en eini ljósmyndarinn sem fékk leyfi til að taka myndir þar á þessum tónleikum varð uppiskroppa með filmur.

Tónleikarnir sem hér um ræðir voru haldnir á Shea leikvellinum og voru þeir fjölmennustu í sögunni fram að þessum tíma en um 55.000 manns keyptu sig inn á þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×