Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Verðið á Brent olíunni fór niður í rúma 97 dollara á tunnuna í morgun og lækkaði um dollar frá því síðdegis í gær. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan í júní í fyrra. 

Bandaríska léttolían lækkaði einnig um dollar og er verð hennar komið niður í tæpa 87 dollara á tunnuna.

Á vefsíðunni investing.com segir að síðustu lækkanir komi í kjölfar þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur dregið úr væntingum sínum um hagvöxt í Bandaríkjunum og Evrópu.

Áður höfðu fréttir um minnkandi hagvöxt í Kína, og spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um minnkandi eftirspurn eftir olíu í ár, valdið verulegum lækkunum á olíuverðinu.

Uppfært: Verðið er tekið að hækka að nýju nú undir hádegið og er Brent olían komin í 99 dollara á tunnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×