Viðskipti erlent

Hótel d'Angleterre opnar að nýju 1. maí

Hið sögufræga Hótel d'Angleterre opnar að nýju þann 1. maí eftir mestu endurnýjun hótels í sögu Danmerkur. Því er ætlað að verða fremsta hótelið í Norður Evrópu.

Endurnýjunin á þessu 258 ára gamla hóteli hefur staðið yfir síðustu tvö árin, að jafnaði hafa 250 iðnaðarmenn og sérfræðingar komið að verkinu sem kostað hefur nokkur hundruð milljóna danskra króna.

Í ítarlegri umfjöllun um málið í Berlingske Tidende segir að núverandi eigendur d'Angleterre hafi fengið möguleika á að kaupa hótelið að nýju árið 2010 eftir að íslenskir eigendur þess (Nordic Partners) urðu gjaldþrota. Nordic Partners höfðu keypt hótelið á yfirverði árið 2007 og þá þraut örendið árið 2010.

Það var Remmen sjóðurinn sem keypti hótel sitt aftur á ”hóflegu verði” að því er Else Marie Remmen forstjóri sjóðsins segir í samtali við Berlingske. Hún lætur þess raunar getið að skömmu eftir kaupin hafi hún fengið tilboð í hótelið sem var 110 milljónum dönskum krónum eða yfir 2 milljörðum kr. hærra en kaupverðið var 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×