Viðskipti erlent

Auðmaður sendir 200 bandaríska námsmenn á ári til Kína

Bandaríski auðmaðurinn Stephen Schwarzman hefur stofnað námsmannasjóð sem gera á 200 bandarískum háskólanemum kleyft að stunda nám í Kína á hverju ári.

Sjóðurinn verður 300 milljónir dollara, eða um 3,5 milljarðar kr., að stærð. Af þeirri upphæð leggur Schwarzman sjálfur fram 100 milljónir dollara en ýmis stórfyrirtæki leggja fram 200 milljónir dollara.

Schwarzman segir að ef svo haldi sem horfir muni Kína verða orðið mesta efnahagsveldi heimsins á næstu tveimur áratugum og því sé mikilvægt að skapa góð tengsl við landið.

Auður Schwarzman er metinn á 6,5 milljarða dollara en hann rekur fjárfestingasjóðinn Blackstone Group sem sérhæfir sig m.a. í hlutabréfakaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×