Viðskipti erlent

Ferðamenn streyma til Grikklands að nýju

Ferðamenn eru aftur farnir að streyma til Grikklands einkum frá norðanverðri Evrópu og Rússland.

Andreas Andreadis forstjóri ferðamálastofu Grikklands segir í samtali við Reuters að hann sé mjög bjartsýnn á komandi sumar og býst jafnvel við að fjöldi ferðamanna muni slá met.

Reiknað er með að ferðamönnum fjölgi um 30% frá Noregi, 20-30% frá Rússlandi og um 15% til 20% frá Bretlandi og Þýskalandi.

Andreas segir að markmiðið í ár sé að ná 11 milljarða evra, eða tæplega 1.700 milljarða króna tekjum í ár frá ferðamönnum. Ferðamennska er ein af grunnstoðum gríska hagkerfisins og stendur undir um 17% af landsframleiðlu landsins.

Það er orðið mjög hagstætt að ferðast til Grikklands því öll hótel landsins hafa lækkað gistiverð sín og aukið þjónustuna á sama tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×