Viðskipti erlent

Olíuhneykslið teygir anga sína til Bandaríkjanna

Olíuhneykslið sem haft hefur í för með sér húsleitir hjá Shell, BP og Statoil, teygir nú anga sína til Bandaríkjanna.

Ron Wyden formaður orkunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur farið fram á það við dómsmálaráðuneyti landsins að það aðstoði evrópsk yfirvöld við rannsókn málsins og rannsaki jafnframt hvað áhrif hneykslið hefur haft fyrir bandaríska neytendur.

Eins og kunnugt er af fréttum eru fyrrgreind olíufélög grunuð um víðtækt verðsamráð með heimsmarkaðsverð á olíu undanfarin áratug. Fleiri olíufélöh gætu verið flækt í málið.

Ráðgjafafyrirtækið Platt er einnig grunað um aðild að samráðinu en Platt gefur daglega út viðmiðunarverð sem notað er til grundvallar í flestum viðskiptum með hráolíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×