Viðskipti erlent

Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku lýst gjaldþrota

Hótelkeðjan First Hotels í Danmörku hefur verið lýst gjaldþrota vegna húsaleiguskuldar hjá hóteli þeirra sem stendur við Österport járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn. Húsaleigan hefur ekki verið greidd í fjóra mánuði og eiganda húsnæðisins, Hotel Österport, er nóg boðið og hefur krafist gjaldþrots keðjunnar.

First Hotels er í norskri eigu en um er að ræða næststærstu hótelkeðju Danmerkur. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að samanlagt gerir Hotel Österport kröfur upp á um 200 milljónir danskra kr. eða um 4 milljarða kr. á hendur First Hotels. Þá reikna þeir inn í dæmið leigusamning til ársins 2024. First Hotels hafnar því að sá samningur sé í gildi.

First Hotels og Hotel Österport hafa lengi reynt að ná samkomulagi í deilunni en án árangurs.

Í fréttinni segir að First Hotels hafi samið um lækkun á húsaleigu sinna við flesta aðra leigusala sína í Danmörku á undanförnum mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×