Viðskipti erlent

Stærsti hluturinn úr Lego kubbum, X-Wing geimskip á Times Square

Stærsti hlutur sem búinn hefur verið til með Lego kubbum er nú til sýnis á Times Square í New York.

Um er að ræða X-Wing geimskip úr Star Wars myndunum í fullri stærð. Geimskip þetta er nærri 21 tonn að þyngd en það tók 32 smiði að setja það saman og samtals fóru 17.000 tímar í verkið.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að smíðin hófst í Tékklandi áður en verkið var flutt til New Jersey og klárað þar. Eftir að geimskipið hefur verið til sýnis í New York verður það flutt á Legosafnið í Kaliforníu. Gífurlegur fjöldi manna hefur lagt leið sína á Times Square til að skoða geimskipið.

Fyrir þá sem ekki muna, eða vita, notaði Logi Geimgengill X-Wing skip sitt til að tortíma Helstirninu í fyrstu Star Wars myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×