Viðskipti erlent

Actavis kaupir Warner Chilcott á 617 milljarða

Paul Bisaro forstjóri Actavis.
Paul Bisaro forstjóri Actavis.

Actavis hefur fest kaup á írska lyfjafyrirtækinu Warner Chilcott. Kaupverðið var 5 milljarðar dollara eða um 617 milljarðar kr. og verður það greitt í formi hlutafjár í sameinuðu félagi Actavis og Warner Chilcott.

Í frétt um málið á Reuters segir að Warner Chilcott hafi sérhæft sig í framleiðslu og þróun lyfja gegn kvensjúkdómum og heilsukvillum hjá konum. Við kaupin munu hluthafar í Warner Chilcott eignast um 23% hlut í Actavis.

Paul Bisaro forstjóri Actavis segir að kaupin á Warner Chilcott séu skynsamlegt skref fyrir Actavis einkum með tilliti til skatta. Ætlunin er að skrá hið sameinaða félag á Írlandi en þar eru fyrirtækjaskattar mun lægri en í Bandaríkjunum.

Eftir að tilkynnt var um kaupin hækkuðu hlutabréf í Actavis um 1,3% á markaðinum vestan hafs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×