Viðskipti erlent

Útsýnisturn King Kong skráður á markað

Eitt þekktasta kennileiti New York borgar, Empire State Building, verður skráð á markað á næstunni. Þetta kemur fram í frétt á Reuters.

Raunar átti að skrá þennan  skýjakljúf á markað árið 2011 en þau áform voru stöðvuð af minnihluta eigenda hans. Nú hafa hinsvegar 80% eigendanna samþykkt skráninguna.

Empire State Building var opnuð almenningi árið 1931 en uppúr miðri síðustu öld var eignarhaldi á skýjakljúfnum skipt upp í 3.300 hluti og var hver þeirra seldur á 10.000 dollara. Í dag er verðmæti hvers hlutar hinsvegar talið nema um 320.000 dollurum. Í heild er verðmæti Empire State Building því um 130 milljarðar kr.

Empire State Building er 102 hæðir og var hæsta bygging heimsins á sínum tíma. Eftir að þekkt kvikmynd var frumsýnd skömmu eftir að lokið var við að byggja skýjakljúfinn fékk hann viðurnefnið útsýnisturn King Kong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×