Viðskipti erlent

Hagvöxtur Bandaríkjanna mælist 2,4%

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 2,4% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er ívið minni vöxtur en spáð var en reiknað var með að hann yrði 2,5%.

Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni kemur fram að tveir þættir hafi togast á hvað varðar hagvöxtinn. Annarsvegar var um að ræða niðurskurð í eyðslu hins opinbera sem dró vöxtinn niður og hinsvegar aukningu á einkaneyslu sem hífði vöxtinn upp. Raunar hefur einkaneysla í Bandaríkjunum ekki aukist jafnmikið síðan í lok ársins 2010.

Einkaneyslan sem stendur undir 70% af landsframleiðslu Bandaríkjanna jókst um 3,4% miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×