Viðskipti erlent

Minnsta atvinnuleysi á Írlandi í tvö ár

Atvinnuleysi á Írlandi mældist 13,7% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er í fyrsta sinn undanfarin tvö ár að atvinnuleysið fer niður fyrir 14%.

Atvinnuleysi á Írlandi hefur minnkað stöðugt síðustu fjóra ársfjórðunga en það náði hámarki í 15,1% á fyrsta ársfjórðungi ársins í fyrra.

Í tölum írsku hagstofunnar kemur fram að minnkandi atvinnuleysi skýrist m.a. af töluverðri aukningu á hlutastörfum í landinu en þeim fjölgaði um 5,6% milli ársfjórðunga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×