Viðskipti erlent

Pepsi vill kaupa Sodastream fyrir 240 milljarða

Bandaríski gosdrykkjarisinn Pepsico, sem framleiðir m.a. Pepsi, 7UP og Mountain Dew, á í samningaviðræðum um að kaupa Sodastream sem framleiðir tæki til heimaframleiðslu á gosdrykkjum.

Í frétt Bloomberg fréttaveitunnar um málið segir að kaupverðið sé í kringum 2 milljarðar dollara eða rúmlega 240 milljarðar kr. Þetta verð er töluvert hærra en markaðsverð Sodastream á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum sem er 1,4 milljarðar dollara.

Bloomberg vitnar í blaðið Calcalist í Ísrael í frétt sinni en höfuðstöðvar Sodastream eru í Ísrael. Þar kemur m.a. fram að Goldman Sachs bankinn muni sjá um söluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×