Viðskipti erlent

Microsoft lokar 19 holum í Explorer

Microsoft sendir frá sér á morgun nýjan öryggispakka með fimm uppfærslum. Þær eiga m.a. að loka 19 holum eða veikleikum í vafranum Internet Explorer.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að uppfærslurnar nái einnig til Windows, Windows Server, Windows RT, Office 2003 og Office fyrir Mac 2011.

Fram kemur að fyrir utan þennan öryggispakka sem Microsoft notendur fá í hendur á morgun hefur tölvurisinn sent frá sér 51 uppfærslu frá áramótum.

Þetta er ríflega 20% aukning miðað við fyrri árshelming í fyrra en 2% fækkun frá sama tímabili árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×