Golf

Fyrsti sigur Dufner á risamóti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dufner og frú þegar sigurinn var í höfn.
Dufner og frú þegar sigurinn var í höfn. Nordicphotos/Getty
Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner vann sigur á PGA-meistaramótinu á Oak Hill vellinum í New York-fylki í dag.

Dufner var einu höggi á eftir landa sínum Jim Furyk fyrir lokahringinn. Dufner spilaði hins vegar frábært golf í dag, lauk leik á tveimur höggum undir pari og tíu höggum undir samanlagt.

Dufner, sem jafnaði lægsta skor á risamóti á öðrum hringnum sem hann lék á 63 höggum, náði þremur fuglum á fyrri níu á lokahringnum. Stöðugur leikur gaf keppinautum hans aldrei færi á að komast inn í myndina.

Dufner náði þar með að bæta fyrir tapið í umspili gegn Keegan Bradley á meistaramótinu fyrir tveimur árum. Þá leiddi hann með fimm höggum þegar fjórar holur voru eftir af lokahringnum.

Henrik Stenson frá Svíþjóð hafnaði í þriðja sæti á eftir Bandaríkjamönnunum. Tiger Woods, sem hefur ekki unnið sigur á risamóti í fimm ár, lauk leik á 70 höggum í dag og á fjórum yfir samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×