Golf

Slakasti hringur Signýjar dugði til sigurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Signý Arnórsdóttir fagnaði sigri í dag.
Signý Arnórsdóttir fagnaði sigri í dag. Mynd/GSÍmyndir.net
Signý Arnórsdóttir úr GK vann sigur í kvennaflokki á Símamótinu í golfi sem fram fór á Leirdalsvelli í dag.

Signý spilaði þriðja hringinn í dag á átta höggum yfir pari sem var hennar lakasti hringur. Helstu keppinautar hennar náðu hins vegar ekki að nýta sér það og vann Signý góðan sigur.

Signý var samanlagt á þrettán höggum yfir pari eftir hringina þrjá. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK hafnaði í öðru sæti á fimmtán höggum yfir pari. Guðrún Brá lék kvenna best í dag eða á tveimur höggum yfir pari.

Karen Guðnadóttir úr GS spilaði lík og Signý á átta höggum yfir pari. Það skilaði henni í þriðja sæti á sextán yfir samanlagt. Sunna Víðisdóttir úr GR hafnaði í fjórða sæti á átján yfir samanlagt.

Valdís Þóra Jónsdóttir, sem setti vallarmet í gær þegar hún lék hringinn á pari, náði ekki að fylgja hringnum eftir. Leyniskonan spilaði lokahringinn á sex yfir pari og endaði á nítján yfir samanlagt.

Heildarstöðuna má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×