Golf

Guðmundur Ágúst á tveimur yfir pari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Mynd/Stefán
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur spilaði lokahringinn á Evrópumóti einstaklinga á 74 höggum. Hann er sem stendur í 32.sæti.  

Guðmundur Ágúst spilaði hringina fjóra á 299 höggum eða 11 högg yfir pari vallarins. Hann var eini Íslendingurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr GK kepptu einnig á mótinu.

Stöðuna á mótinu má sjá hér.


Tengdar fréttir

Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurðinn á EM

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur mun leika lokahringinn á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fram fer á Spáni en mótinu lýkur á morgun. Hann er eini íslenski kylfingurinn sem komst í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur Ágúst, Haraldur Franklín og Axel keppa á Spáni

Ísland á þrjá kylfinga á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni. Mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×