Viðskipti erlent

Forstjórar Deutsche Bank áfram saman

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Jürgen Fitschen og Anshu Jain forstjórar Deutsche Bank.
Jürgen Fitschen og Anshu Jain forstjórar Deutsche Bank. Fréttablaðið/AP
Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, hefur ákveðið að halda forstjórum sínum tveimur fram til ársins 2017.

Jürgen Fitschen og Anshu Jain tóku í fyrra við af Josef Ackermann sem hafði verið forstjóri bankans. Samningur Fitschen, sem er 65 ára gamall, átti að renna út á þarnæsta ári, en Jains árið 2017.

Bankastjórarnir nýju hafa saman unnið úr lagaflækjum og í sumum tilvikum margra ára gömlum dómsmálum sem plagað hafa bankann. Þeir hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að koma á umbótum í starfsháttum og innra starfi bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×