Viðskipti erlent

Google biðst afsökunar á Gmail

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Google hefur beðist afsökunar á því að tölvupóstþjónn fyrirtækisins, Gmail, lá að hluta til niðri eða var óstarfhæfur um tíma í yfir 12 klukkustundir á mánudag. Um helmingur notenda Gmail fann fyrir óþægindum vegna þessa.

Í einhverjum tilfellum skiluðu tölvupóstar sér mun síðar en notendur eiga að venjast. Margir notendur lýstu yfir óáægju sinni yfir þessu á Twitter. Forráðamenn Google hafa beðist afsökunar á þessu og viðurkenna að tölvupóstþjónskerfið hafi starfað talsvert undir væntingum í byrjun vikunnar.

Í síðasta mánuði varð bilun í búnaði hjá Google sem hafði áhrif víða um heim. Þó sú bilun hafi aðeins staðið í nokkrar mínútur þá varð það til þess netnotkun í heiminum féll um 40%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×