Viðskipti erlent

Bitcoin hækkar um fjórðung

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn starfræni gjaldmiðill, Bitcoin, náði methæð í Asíu í morgun þegar hann hækkaði um 24,5% á einum sólarhring. Þá stóð hann í 608 Bandaríkjadölum.

Sagt er frá þessu á vef CNBC. Þar er rætt við Bobby Lee forstjóra BTC í Kína, sem er stærsti Bitcoin markaður í heiminum. Segir hann verðhækkun gjaldmiðilsins endurspegla aukna vitund heimsins Bitcoin í kjölfar mikillar fjölmiðlaumfjöllunar.

Frá nóvember á síðasta ári er gengi Bitcoin orðið meira en fimmtíufalt, en það var 11 dollarar. Sumir viðmælendur CNBC telja þetta þó bara vera byrjunina. Að gengið mun hækka enn frekar með aukinni eftirspurn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×