Viðskipti erlent

Google Glass: Taktu ljósmynd með því að depla auga

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Búnaðurinn er væntanlegur á markað á næsta ári.
Búnaðurinn er væntanlegur á markað á næsta ári. mynd/getty
Notendur Google Glass-búnaðarins munu geta tekið ljósmyndir með því að depla öðru auganu. Þetta fullyrðir tæknirisinn Google, en búnaðurinn, sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, er væntanlegur á markað á næsta ári.

Í Facebook-færslu Google segir að blikktæknin sé mögulega upphafið að einhverju mun stærra og taka þeir dæmi um hvernig tæknin gæti nýst í framtíðinni.

Til dæmis væri mögulegt að greiða leigubílafargjald með því að depla öðru auganu í átt að mælinum. Eða blikka í átt að skóm í búðarglugga og fá þá senda í sinni stærð heim að dyrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×