Viðskipti erlent

AGS lokar sjoppunni í Riga

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Í höfuðstöðvum AGS í Washington DC í Bandaríkjunum.
Í höfuðstöðvum AGS í Washington DC í Bandaríkjunum. Fréttablaðið/ÓKÁ
Í sumar lokar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fastaskrifstofu sinni í Riga í Lettlandi. Fram kemur í tilkynningu að lokunin haldist í hendur við lok skipunartíma Davids Moore, fulltrúa sjóðsins ytra.

„Skrifstofan opnaði um mitt ár 2009 eftir að framkvæmdastjórn AGS samþykkti síðla árs 2008 efnahagsáætlun í samstarfi við Lettland,“ segir í tilkynningu.

„Lettland stóð með sóma við áætlunina og lauk henni árið 2011 og endurgreiddi á undan áætlun allar skuldbindingar sínar árið 2012.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×