Viðskipti erlent

Hlutabréf í Yahoo! hækka um 70 prósent

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Marissa Mayer gerir góða hluti hjá Yahoo!
Marissa Mayer gerir góða hluti hjá Yahoo! NORDICPHOTOS/AFP
Hlutabréf í netfyrirtækinu Yahoo! hafa hækkað um 70 prósent síðan hin 38 ára gamla Marissa Mayer tók við starfsemi þess.

Mayer starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Google við góðan orðstír en flutti sig yfir til Yahoo! fyrir um ári síðan.

Starfsemi Yahoo! hefur breyst töluvert frá því að Mayer tók við fyrirtækinu og keypti Yahoo, meðal annars, nýverið fyrirtækið Tumblr, sem er ein vinsælasta bloggveita á Netinu. Tumblr hefur fengið stórauknar heimsóknir hjá sér frá því í fyrra.

Starfsemi og rekstur Yahoo! hefur ekki gegnið vel á undanförnum árum en Mayer er sjötti forstjóri fyrirtækisins á fimm árum.

Í viðtali við CNN, nýlega eftir að hún tók við stöðu forstjóra, sagði hún að Yahoo! stefndi að því að gera daglega netþjónustu fyrir notendur eins hrífandi og hagnýta og mögulegt er. Hægt er að sjá viðtalið hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×