Golf

Zach Johnson vann fyrsta mót ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Johnson með sigurlaunin.
Johnson með sigurlaunin. Mynd/AP
Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson bar sigur úr býtum á fyrsta PGA-móti ársins í golfi, Tournament of Champions sem fór fram á Hawaii-eyjum. Þetta var hans þriðji sigur síðan í september síðastliðnum og sá ellefti á ferlinum.

Hinn 37 ára gamli Johnson spilaði á 66 höggum en hann var tveimur höggum á eftir fremstu mönnum þegar að byrjað var að spila í gærkvöldi.

Hann spilaði á samtals nítján höggum undir pari og var einu höggi á undan hinum tvítuga Jordan Spieth sem tryggði sér annað sætið með fuglum á síðustu tveimur holum vallarins.

Webb Simpson og Kevin Streelman skiluðu sér í hús á sautján höggum undir pari en Dustin Johnson, sem átti titil að verja, endaði í sjötta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×