Golf

Hnémeiðsli trufla Sergio Garcia

Sergio Garcia er ekki alveg heill heilsu.
Sergio Garcia er ekki alveg heill heilsu. AP/Getty
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia er mögulega einn besti kylfingur heims sem ekki hefur unnið risamót á ferlinum.

Litlar líkur eru á því að það breytist nú um helgina er Opna bandaríska meistaramótið fer fram. Ástæðan er sú að Garcia fer inn í mótið meiddur á hné.

Meiðslin hafa verið að plaga hann á undanförnum vikum en um er að ræða bólgur í kring um vinstri hnéskelina sem erfitt er að meðhöndla.

Meiðslin komu fyrst upp á BMW PGA meistaramótinu á Wentworth í maí og þurfti þessi skapstóri kylfingur að draga sig úr mótinu.

Síðan þá hafa meiðslin haldið honum frá keppni en á æfingahringnum á Pinehurst í gær náði hann aðeins að leika 9 holur vegna meiðslanna.

Garcia hefur leik á US Open í hádeginu í dag og verður áhugavert að sjá hvernig honum tekst til en hann leikur í holli með Brandt Snedeker og Jason Day.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×