Föst í illa skipulögðu kerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt röð fréttaskýringa um „börnin á brúninni“, krakka sem glíma við fíkn meðfram geðröskunum og þroskaskerðingum og festast oft á vondum stað í opinbera kerfinu, sem megnar ekki að leysa vanda þeirra. Í greinum Erlu Bjargar Gunnarsdóttur blaðamanns hefur verið rætt bæði við fyrrverandi fíkla og aðstandendur, sem flestir hafa sömu sögu að segja; kerfið bregzt of hægt við. Foreldrar telja sig oft koma að lokuðum dyrum í upphafi og svo tekur marga mánuði þar til kerfið fellst á að koma barninu burt frá neyzlunni og félagsskapnum sem það er búið að koma sér í. Á þeim tíma getur ástandið versnað til muna. Aldís Ósk Egilsdóttir, sem flakkaði í fimm ár á milli meðferðarúrræða, segir að það eina í stöðunni sé að kippa barni út úr aðstæðunum þegar það sé langt leitt í fíkn. „Ef ég hefði aldrei verið stoppuð af hefði ég líklega leiðst út í sprautur eða bara drepist. Þannig að ég er þakklát í dag,“ segir hún. Af þessu leiðir að ýmsir viðmælendur Fréttablaðsins eru gagnrýnir á þá stefnu, sem hefur orðið ofan á undanfarin ár, að reyna fremur að styðja við fjölskyldur barna með erfiðustu hegðunarvandamálin, áður en til vistunar á meðferðarheimili kemur. Það á vafalaust við í einhverjum tilfellum, en þess virðast líka dæmi að það sé augljóslega röng nálgun. Ýmsir gagnrýna líka að meðferðarheimilin gefist upp á erfiðustu tilfellunum og að langt leiddir fíklar fái frí frá meðferðinni, sem undantekningalítið séu notuð til að detta aftur í það. Margir viðmælendur eru á því að peninga skorti til að fást við vanda þeirra sem verst eru staddir í þessum hópi. Vandamálið er þó ekki eingöngu peningaskortur, heldur ekki síður stefnuleysi og gríðarlega flókið kerfi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra benti á það í Fréttablaðinu í gær að málaflokkurinn varðaði verksvið fjögurra ráðherra, auk sveitarfélaganna. Þar að auki önnuðust einkaaðilar og félagasamtök ýmsa þjónustu við börn í vanda, án þess að það væri skilgreint nákvæmlega hvað ætti að felast í þjónustunni eða hvernig eftirliti með henni væri sinnt. „Ég er ekki að gagnrýna starfsemi þessara samtaka og einkaaðila, heldur miklu frekar slælega stjórnun hins opinbera og skort á heildarsýn,“ segir ráðherrann. Hún boðar mótun skýrrar heildarstefnu, sem tryggi einfaldara og aðgengilegra þjónustukerfi og samfellda þjónustu við þá sem þurfa hana. „Núverandi skipulag, eða skipulagsskortur, ýtir undir að stofnanir og stjórnsýsla kasti ábyrgð á milli sín og einstaklingarnir gjalda fyrir,“ segir Eygló. Það er klárlega orðið tímabært á þessu sviði eins og fleirum í velferðarþjónustunni að flókið kerfi sé endurskoðað í heild sinni. Það er til mikils að vinna; ef fólk festist í viðjum fíknar og umsjá kerfisins fyrir lífstíð þýðir það bæði miklar þjáningar og mikil útgjöld fyrir samfélagið. Hvort tveggja má spara ef tekst að koma börnunum í þessum verst stadda hópi sæmilega ósködduðum út úr neyzlu og rugli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt röð fréttaskýringa um „börnin á brúninni“, krakka sem glíma við fíkn meðfram geðröskunum og þroskaskerðingum og festast oft á vondum stað í opinbera kerfinu, sem megnar ekki að leysa vanda þeirra. Í greinum Erlu Bjargar Gunnarsdóttur blaðamanns hefur verið rætt bæði við fyrrverandi fíkla og aðstandendur, sem flestir hafa sömu sögu að segja; kerfið bregzt of hægt við. Foreldrar telja sig oft koma að lokuðum dyrum í upphafi og svo tekur marga mánuði þar til kerfið fellst á að koma barninu burt frá neyzlunni og félagsskapnum sem það er búið að koma sér í. Á þeim tíma getur ástandið versnað til muna. Aldís Ósk Egilsdóttir, sem flakkaði í fimm ár á milli meðferðarúrræða, segir að það eina í stöðunni sé að kippa barni út úr aðstæðunum þegar það sé langt leitt í fíkn. „Ef ég hefði aldrei verið stoppuð af hefði ég líklega leiðst út í sprautur eða bara drepist. Þannig að ég er þakklát í dag,“ segir hún. Af þessu leiðir að ýmsir viðmælendur Fréttablaðsins eru gagnrýnir á þá stefnu, sem hefur orðið ofan á undanfarin ár, að reyna fremur að styðja við fjölskyldur barna með erfiðustu hegðunarvandamálin, áður en til vistunar á meðferðarheimili kemur. Það á vafalaust við í einhverjum tilfellum, en þess virðast líka dæmi að það sé augljóslega röng nálgun. Ýmsir gagnrýna líka að meðferðarheimilin gefist upp á erfiðustu tilfellunum og að langt leiddir fíklar fái frí frá meðferðinni, sem undantekningalítið séu notuð til að detta aftur í það. Margir viðmælendur eru á því að peninga skorti til að fást við vanda þeirra sem verst eru staddir í þessum hópi. Vandamálið er þó ekki eingöngu peningaskortur, heldur ekki síður stefnuleysi og gríðarlega flókið kerfi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra benti á það í Fréttablaðinu í gær að málaflokkurinn varðaði verksvið fjögurra ráðherra, auk sveitarfélaganna. Þar að auki önnuðust einkaaðilar og félagasamtök ýmsa þjónustu við börn í vanda, án þess að það væri skilgreint nákvæmlega hvað ætti að felast í þjónustunni eða hvernig eftirliti með henni væri sinnt. „Ég er ekki að gagnrýna starfsemi þessara samtaka og einkaaðila, heldur miklu frekar slælega stjórnun hins opinbera og skort á heildarsýn,“ segir ráðherrann. Hún boðar mótun skýrrar heildarstefnu, sem tryggi einfaldara og aðgengilegra þjónustukerfi og samfellda þjónustu við þá sem þurfa hana. „Núverandi skipulag, eða skipulagsskortur, ýtir undir að stofnanir og stjórnsýsla kasti ábyrgð á milli sín og einstaklingarnir gjalda fyrir,“ segir Eygló. Það er klárlega orðið tímabært á þessu sviði eins og fleirum í velferðarþjónustunni að flókið kerfi sé endurskoðað í heild sinni. Það er til mikils að vinna; ef fólk festist í viðjum fíknar og umsjá kerfisins fyrir lífstíð þýðir það bæði miklar þjáningar og mikil útgjöld fyrir samfélagið. Hvort tveggja má spara ef tekst að koma börnunum í þessum verst stadda hópi sæmilega ósködduðum út úr neyzlu og rugli.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun