Konurnar dúndruðu hressilega í glerþakið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. mars 2014 12:30 Hallfríður Ólafsdóttir: "Kallarnir sem ráða mestu um tónlistarumfjöllun muna flestir fyrst eftir strákunum.“ Vísir/Vilhelm „Ég myndi nú vilja að áhuginn sem fólk sýnir þessu stafaði af því að ég er fær hljómsveitarstjóri, en ekki bara af því að ég er kona,“ eru fyrstu viðbrögð Hallfríðar Ólafsdóttur, sem á sunnudaginn stjórnaði félögum úr Sinfóníuhljómsveitinni fyrst íslenskra kvenna, þegar falast er eftir viðtali um þann merka áfanga í íslenskri tónlistarsögu. Hallfríður hefur verið flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands í sautján ár, auk þess að vera höfundur Maxímúsar músíkúsar og hafa í tæp tíu ár unnið við fræðsluverkefnið sem hann stendur fyrir. Hún lærði flautuleik í Royal Academy of Music í London og tók þar hljómsveitarstjórn sem hliðargrein. „Þar fékk ég leiðsögn um þetta fag. Síðan hef ég bara haft svo mikið að gera sem flautuleikari en hef af og til verið veifandi höndunum einhvers staðar og hef mikla ástríðu til þess að miðla tónlist. Þó þetta hafi verið litlir hópar sem ég hef verið að stjórna þá hef ég oft verið að vinna mjög flókin verkefni. Við höfum verið að spila nútímatónlist á Norrænum músíkdögum, Myrkum músíkdögum og víðar og það er alltaf gaman að gera eitthvað sem maður finnur að maður ræður við, það örvar mann til dáða. En ég hef ekki lagt neina ofuráherslu á að koma mér á framfæri sem hljómsveitarstjóra enda haft nóg að gera við að ala upp börnin, sinna fræðsluverkefninu með Maxímús og spila í Sinfóníuhljómsveitinni. Þetta tækifæri kom hins vegar á mjög hentugum tíma. Ég get alveg hugsað mér að fara að sinna þessum hluta tónlistarinnar meira og var þess vegna mjög fljót að bjóða mig fram í þetta verkefni fyrir tónleika Kítón.“ Hallfríður segir mjög marga gera sér grein fyrir því að tónlist kvenna fái minni athygli en karla en það séu líka margir sem neiti að horfast í augu við þá staðreynd. „Það er til dæmis mjög auðvelt að afgreiða málið með því að þetta sé ekki eins góð tónlist en við vitum nú flest að það er ekki málið. Kallarnir sem ráða mestu um tónlistarumfjöllun muna flestir fyrst eftir strákunum og strákarnir eru líka duglegri við að koma sjálfum sér á framfæri. Við konur erum varkárari með það, viljum ekki troða öðrum um tær og erum stundum of hógværar. Auk þess hefur verið sýnt fram á að konur eru gagnrýnni á sjálfar sig og ég er engin undantekning frá þeirri reglu. Þess vegna var ofsalega gaman að um leið og við vorum búin á fyrstu æfingunni fékk ég mikinn meðbyr, bæði frá kollegum mínum sem voru að spila hjá mér og eins frá sprenglærðum hljómsveitarstjóra sem sagði að ég væri „frábær hljómsveitarstjóri“ og hvatti mig til að gera meira af þessu.“ Konur eru ekki margar í stétt hljómsveitarstjóra, þótt það sé nú hægt og hægt að breytast, er hljómsveitarstjórnun kannski eitt síðasta glerþakið sem konur þurfa að brjóta? „Já, og mér fannst mikilvægt að við sýndum á þessum tónleikum að konur eru fullfærar um að stjórna og dúndruðum hressilega í glerþakið.“ Menning Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég myndi nú vilja að áhuginn sem fólk sýnir þessu stafaði af því að ég er fær hljómsveitarstjóri, en ekki bara af því að ég er kona,“ eru fyrstu viðbrögð Hallfríðar Ólafsdóttur, sem á sunnudaginn stjórnaði félögum úr Sinfóníuhljómsveitinni fyrst íslenskra kvenna, þegar falast er eftir viðtali um þann merka áfanga í íslenskri tónlistarsögu. Hallfríður hefur verið flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands í sautján ár, auk þess að vera höfundur Maxímúsar músíkúsar og hafa í tæp tíu ár unnið við fræðsluverkefnið sem hann stendur fyrir. Hún lærði flautuleik í Royal Academy of Music í London og tók þar hljómsveitarstjórn sem hliðargrein. „Þar fékk ég leiðsögn um þetta fag. Síðan hef ég bara haft svo mikið að gera sem flautuleikari en hef af og til verið veifandi höndunum einhvers staðar og hef mikla ástríðu til þess að miðla tónlist. Þó þetta hafi verið litlir hópar sem ég hef verið að stjórna þá hef ég oft verið að vinna mjög flókin verkefni. Við höfum verið að spila nútímatónlist á Norrænum músíkdögum, Myrkum músíkdögum og víðar og það er alltaf gaman að gera eitthvað sem maður finnur að maður ræður við, það örvar mann til dáða. En ég hef ekki lagt neina ofuráherslu á að koma mér á framfæri sem hljómsveitarstjóra enda haft nóg að gera við að ala upp börnin, sinna fræðsluverkefninu með Maxímús og spila í Sinfóníuhljómsveitinni. Þetta tækifæri kom hins vegar á mjög hentugum tíma. Ég get alveg hugsað mér að fara að sinna þessum hluta tónlistarinnar meira og var þess vegna mjög fljót að bjóða mig fram í þetta verkefni fyrir tónleika Kítón.“ Hallfríður segir mjög marga gera sér grein fyrir því að tónlist kvenna fái minni athygli en karla en það séu líka margir sem neiti að horfast í augu við þá staðreynd. „Það er til dæmis mjög auðvelt að afgreiða málið með því að þetta sé ekki eins góð tónlist en við vitum nú flest að það er ekki málið. Kallarnir sem ráða mestu um tónlistarumfjöllun muna flestir fyrst eftir strákunum og strákarnir eru líka duglegri við að koma sjálfum sér á framfæri. Við konur erum varkárari með það, viljum ekki troða öðrum um tær og erum stundum of hógværar. Auk þess hefur verið sýnt fram á að konur eru gagnrýnni á sjálfar sig og ég er engin undantekning frá þeirri reglu. Þess vegna var ofsalega gaman að um leið og við vorum búin á fyrstu æfingunni fékk ég mikinn meðbyr, bæði frá kollegum mínum sem voru að spila hjá mér og eins frá sprenglærðum hljómsveitarstjóra sem sagði að ég væri „frábær hljómsveitarstjóri“ og hvatti mig til að gera meira af þessu.“ Konur eru ekki margar í stétt hljómsveitarstjóra, þótt það sé nú hægt og hægt að breytast, er hljómsveitarstjórnun kannski eitt síðasta glerþakið sem konur þurfa að brjóta? „Já, og mér fannst mikilvægt að við sýndum á þessum tónleikum að konur eru fullfærar um að stjórna og dúndruðum hressilega í glerþakið.“
Menning Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira