Aumingja skólastjórinn Pawel Bartoszek skrifar 6. júní 2014 07:00 Ástandið er ekkert spes. Búið er að stofna Facebook-grúppu til höfuðs einum trúarhóp. Facebook-grúppan er margfalt fjölmennari en trúarhópurinn. Menn dreifa dýrapörtum á lóðir til að lýsa vanþóknun sinni á trúarhópnum. Talsmenn hans fá hótanir. Í símatíma útvarpsstöðva hringir hver maðurinn á fætur öðrum inn og finnur nýjan flöt á því hvers vegna fólkið sem hópnum tilheyrir sé með öllu ómögulegt. Ástandið er ekkert spes. Það er því auðvitað eðlilegt að í þannig ástandi stígi bæði forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans fram og grátbiðji fólk um að hætta þessum linnulausu árásum… á Framsóknarflokkinn. Forsætisráðherra segir að Framsóknarflokkurinn gæti ekki verið öfgaflokkur sögu sinnar vegna. Aðstoðarmaðurinn segir að Framsóknarflokkurinn gæti ekki verið öfgaflokkur því að fjölskyldu hans væri það þungbært. Hvorugt er þó alvörurök. Sé þessum mönnum annt um málefnalega umræðu eins og þeir láta nú þá er undarlegt að þeir skyldu ekki eyða fleiri hljóðbylgjum og stafabilum í að skýra út stefnu sína. Er það stefna þeirra að draga eigi lóðarúthlutun til félags múslima til baka? Er það stefna þeirra að einungis eigi að úthluta lóðum til kirkna? Ef svo er, hvers vegna nefndi oddviti Framsóknar þá líka lóð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í tengslum við þetta mál?Mikilvægar spurningar Í lögunum segir: „Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi.“ Telur Framsóknarflokkurinn að þarna ætti að standa „lóðir undir kirkjur Þjóðkirkjunnar“? Vill Framsóknarflokkurinn breyta lögunum í þá veru? Telur Framsóknarflokkurinn að það sé á það reynandi fyrir dómstólum hvort ákvæði laganna gildi einungis um kristna söfnuði? Eða vill Framsóknarflokkurinn alls ekki úthluta ókeypis lóðum til neinna trúfélaga? Ef svo er, er frumvarps að vænta frá ríkisstjórninni um það efni? Og loks: Finnst flokknum það virkilega góð hugmynd að setja lóðarmál minnihlutahópa í þjóðaratkvæði? Kannski verður einhverju af þessu svarað. En kannski er von á fleiri metapælingum forsætisráðherra um óvægni umræðunnar, kannski munu fleiri framsóknarmenn gráta sitt særða egó og kannski mun einhver tína til vafasöm ummæli annarra sem ekki hlutu sömu fordæmingu. Ekkert af þessu mun þó draga neitt úr nauðsyn þess að Framsókn svari fyrir sína stefnu.Baða sig í kjaftæðinu Fljótt á litið gekk kosningabarátta Framsóknarflokksins nefnilega einfaldlega út á tortryggni gagnvart einum trúarhóp. Menn skrúfuðu frá kjaftæðiskrananum, þóttust ekkert eiga í kjaftæðinu sem flæddi út, en böðuðu sig samt í því. Í laginu „Ég dansa það af mér“ með Steinda Jr. var sagt frá strák sem var „óvinsælastur í öllum skólanum, strítt af nemendum, kennurum og skólastjóranum“. Okkur þætti ekki mikið til þeirra kennara og skólastjórnenda koma sem stríddu nemendum. En hvað þætti okkur um þá kennara og skólastjórnendur sem myndu láta sig eineltið engu varða? Hvað þætti okkur síðan um þá skólastjórnendur sem myndu svara ábendingum um slíkt einelti á eftirfarandi hátt: „Ertu að segja að ég sé ekki að gera nóg? Ertu að segja að ég beri ábyrgð á eineltinu? Ertu að segja að ég taki jafnvel þátt í því? Veistu ekki hvað það særir mig? Veistu ekki hvað ég hef verið kennari lengi? Veistu ekki hvað ég er vel menntaður? Mér finnst eiginlega að ÞÚ sért með einelti! Á hendur mér!“Grunngildi samfélagsins = krútt? Lífið getur breyst hratt. Dag einn ertu kannski 10 ára strákur að bíða eftir HM í fótbolta, næsta dag veltir hálfur skólinn fyrir sér tilverurétti þínum í samfélaginu. Hinir krakkarnir heyra kannski foreldra sína segja eitthvað. Þeir fara kannski að bögga þig. Þá væri alla vega gott ef þeir fullorðnu sem einhverju ráða myndu koma því skýrt á framfæri við þig að þú gætir treyst þeim. Eins, í ástandi eins og þessu hefðu leiðtogar þjóðarinnar átt að stíga fram og árétta að á réttindum minnihlutahópsins verði ekki troðið, sama hve stór hópur fólks vildi gera það. Að grunnreglum samfélagsins yrði ekki fórnað. Þess í stað kveinka hinir máttlausu ráðamenn sér yfir því hve illa um þá sé talað. Og afgreiða áhyggjur af stöðu réttarríkisins sem krútt eða hnéverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Ástandið er ekkert spes. Búið er að stofna Facebook-grúppu til höfuðs einum trúarhóp. Facebook-grúppan er margfalt fjölmennari en trúarhópurinn. Menn dreifa dýrapörtum á lóðir til að lýsa vanþóknun sinni á trúarhópnum. Talsmenn hans fá hótanir. Í símatíma útvarpsstöðva hringir hver maðurinn á fætur öðrum inn og finnur nýjan flöt á því hvers vegna fólkið sem hópnum tilheyrir sé með öllu ómögulegt. Ástandið er ekkert spes. Það er því auðvitað eðlilegt að í þannig ástandi stígi bæði forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans fram og grátbiðji fólk um að hætta þessum linnulausu árásum… á Framsóknarflokkinn. Forsætisráðherra segir að Framsóknarflokkurinn gæti ekki verið öfgaflokkur sögu sinnar vegna. Aðstoðarmaðurinn segir að Framsóknarflokkurinn gæti ekki verið öfgaflokkur því að fjölskyldu hans væri það þungbært. Hvorugt er þó alvörurök. Sé þessum mönnum annt um málefnalega umræðu eins og þeir láta nú þá er undarlegt að þeir skyldu ekki eyða fleiri hljóðbylgjum og stafabilum í að skýra út stefnu sína. Er það stefna þeirra að draga eigi lóðarúthlutun til félags múslima til baka? Er það stefna þeirra að einungis eigi að úthluta lóðum til kirkna? Ef svo er, hvers vegna nefndi oddviti Framsóknar þá líka lóð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í tengslum við þetta mál?Mikilvægar spurningar Í lögunum segir: „Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi.“ Telur Framsóknarflokkurinn að þarna ætti að standa „lóðir undir kirkjur Þjóðkirkjunnar“? Vill Framsóknarflokkurinn breyta lögunum í þá veru? Telur Framsóknarflokkurinn að það sé á það reynandi fyrir dómstólum hvort ákvæði laganna gildi einungis um kristna söfnuði? Eða vill Framsóknarflokkurinn alls ekki úthluta ókeypis lóðum til neinna trúfélaga? Ef svo er, er frumvarps að vænta frá ríkisstjórninni um það efni? Og loks: Finnst flokknum það virkilega góð hugmynd að setja lóðarmál minnihlutahópa í þjóðaratkvæði? Kannski verður einhverju af þessu svarað. En kannski er von á fleiri metapælingum forsætisráðherra um óvægni umræðunnar, kannski munu fleiri framsóknarmenn gráta sitt særða egó og kannski mun einhver tína til vafasöm ummæli annarra sem ekki hlutu sömu fordæmingu. Ekkert af þessu mun þó draga neitt úr nauðsyn þess að Framsókn svari fyrir sína stefnu.Baða sig í kjaftæðinu Fljótt á litið gekk kosningabarátta Framsóknarflokksins nefnilega einfaldlega út á tortryggni gagnvart einum trúarhóp. Menn skrúfuðu frá kjaftæðiskrananum, þóttust ekkert eiga í kjaftæðinu sem flæddi út, en böðuðu sig samt í því. Í laginu „Ég dansa það af mér“ með Steinda Jr. var sagt frá strák sem var „óvinsælastur í öllum skólanum, strítt af nemendum, kennurum og skólastjóranum“. Okkur þætti ekki mikið til þeirra kennara og skólastjórnenda koma sem stríddu nemendum. En hvað þætti okkur um þá kennara og skólastjórnendur sem myndu láta sig eineltið engu varða? Hvað þætti okkur síðan um þá skólastjórnendur sem myndu svara ábendingum um slíkt einelti á eftirfarandi hátt: „Ertu að segja að ég sé ekki að gera nóg? Ertu að segja að ég beri ábyrgð á eineltinu? Ertu að segja að ég taki jafnvel þátt í því? Veistu ekki hvað það særir mig? Veistu ekki hvað ég hef verið kennari lengi? Veistu ekki hvað ég er vel menntaður? Mér finnst eiginlega að ÞÚ sért með einelti! Á hendur mér!“Grunngildi samfélagsins = krútt? Lífið getur breyst hratt. Dag einn ertu kannski 10 ára strákur að bíða eftir HM í fótbolta, næsta dag veltir hálfur skólinn fyrir sér tilverurétti þínum í samfélaginu. Hinir krakkarnir heyra kannski foreldra sína segja eitthvað. Þeir fara kannski að bögga þig. Þá væri alla vega gott ef þeir fullorðnu sem einhverju ráða myndu koma því skýrt á framfæri við þig að þú gætir treyst þeim. Eins, í ástandi eins og þessu hefðu leiðtogar þjóðarinnar átt að stíga fram og árétta að á réttindum minnihlutahópsins verði ekki troðið, sama hve stór hópur fólks vildi gera það. Að grunnreglum samfélagsins yrði ekki fórnað. Þess í stað kveinka hinir máttlausu ráðamenn sér yfir því hve illa um þá sé talað. Og afgreiða áhyggjur af stöðu réttarríkisins sem krútt eða hnéverk.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun