Þöggunin skaðar Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. september 2014 07:00 Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist, hvort sem horft er til Evrópu eða heimsins alls. Í frétt blaðsins í dag er vitnað í skýrsluna þar sem fram kemur að árið 2012 hafi tíðni sjálfsvíga hér á landi verið 15 á hverja hundrað þúsund íbúa. Það ár létust 49 af þessum sökum, 12 konur og 37 karlar. Í allflestum vestrænum ríkjum er tíðnin hins vegar 10 sjálfsvíg eða færri á hverja hundrað þúsund íbúa. Í flokki með Íslandi eru svo Finnar, Írar, Frakkar og Norðmenn. Skýrsla WHO er hluti af sérstöku átaki til þess að draga úr sjálfsvígum í heiminum öllum. Í inngangi skýrslunnar bendir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, á að allt of víða séu sjálfsvíg ekki flokkuð sem meiriháttar heilbrigðisvandamál. „Þrátt fyrir auknar rannsóknir og meiri þekkingu á sjálfsvígum og hvernig koma megi í veg fyrir þau, er skömm og leyndarhyggja tengd málaflokknum viðvarandi. Of á tíðum leitar fólk sér ekki hjálpar eða er látið eitt. Og ef fólk leitar sér hjálpar standa mörg heilbrigðiskerfi og stofnanir ekki undir því að veita gagnlega hjálp í tæka tíð,“ segir hún í inngangi skýrslunnar. Hér á landi hefur verið óskráð regla hjá flestum fjölmiðlum og hjá lögreglu og heilbrigðisstofnunum að ekki skuli fjallað opinberlega um sjálfsvíg. Er þetta af ótta við að eitt sjálfsvíg ýti við einhverjum að fara sömu leið. Með þögguninni er hins vegar vandamálinu ýtt undir yfirborðið. Upplýst og opinská umræða eykur líkur á að á vandanum sé tekið og fólk leiti sér aðstoðar í tæka tíð. Skömminni þarf að aflétta. Í Japan varð yfir 30 prósenta aukning sjálfsvíga 1998 frá því sem verið hafði áratugina á undan. Aukningin, sem samkvæmt skýrslu WHO var rakin til félagslegra og hagrænna vandamála, náði til allra aldurshópa, en sér í lagi karla á miðjum aldri. Og þrátt fyrir að áhættuþættir væru þekktir ríkti þöggun um málið. Um væri að ræða vandamál einstaklinga og þau mál voru ekki í umræðunni, hvorki opinberri né manna í millum. Upp úr aldamótum tók þetta hins vegar að breytast þegar börn þeirra sem höfðu fyrirfarið sér tóku að greina opinberlega frá reynslu sinni. Í framhaldinu tóku heilbrigðisyfirvöld við sér og frá 2005–6 hefur umtalsverður árangur náðst. Líkt og í Japan hefur hér verið unnið gott starf í forvörnum og viðleitni til að draga úr sjálfsvígum. Mikil hlutfallsfækkun frá aldamótum hér skýrist, eins og í Japan, af bylgju sjálfsvíga sem hér varð árin 1999 og 2000, þótt hér væru það helst ungir karlmenn sem áttu í hlut. En betur má ef duga skal. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að sjálfsvíg séu önnur helsta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Sú staða er óviðunandi og til mikils að vinna með því að efla og styrkja starf sem hér er þegar unnið við að fækka sjálfsvígum. Í þeim efnum er hlutur Rauða krossins stór, en hann rekur meðal annars hjálparsímann 1717. Í dag fer fram söfnunin Gengið til góðs og tækifæri gefst til að styrkja Rauða krossinn til áframhaldandi góðra verka hér innanlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Tíðni sjálfsvíga á Íslandi með því hæsta í Evrópu Skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um sjálfsvíg er komin út. 6. september 2014 07:00 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Gleðiefni er að samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) fækkaði sjálfsvígum hér á landi um fimmtung frá aldamótum og fram til ársins 2012. Engu að síður er tíðni sjálfsvíga hér á landi með því hæsta sem gerist, hvort sem horft er til Evrópu eða heimsins alls. Í frétt blaðsins í dag er vitnað í skýrsluna þar sem fram kemur að árið 2012 hafi tíðni sjálfsvíga hér á landi verið 15 á hverja hundrað þúsund íbúa. Það ár létust 49 af þessum sökum, 12 konur og 37 karlar. Í allflestum vestrænum ríkjum er tíðnin hins vegar 10 sjálfsvíg eða færri á hverja hundrað þúsund íbúa. Í flokki með Íslandi eru svo Finnar, Írar, Frakkar og Norðmenn. Skýrsla WHO er hluti af sérstöku átaki til þess að draga úr sjálfsvígum í heiminum öllum. Í inngangi skýrslunnar bendir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, á að allt of víða séu sjálfsvíg ekki flokkuð sem meiriháttar heilbrigðisvandamál. „Þrátt fyrir auknar rannsóknir og meiri þekkingu á sjálfsvígum og hvernig koma megi í veg fyrir þau, er skömm og leyndarhyggja tengd málaflokknum viðvarandi. Of á tíðum leitar fólk sér ekki hjálpar eða er látið eitt. Og ef fólk leitar sér hjálpar standa mörg heilbrigðiskerfi og stofnanir ekki undir því að veita gagnlega hjálp í tæka tíð,“ segir hún í inngangi skýrslunnar. Hér á landi hefur verið óskráð regla hjá flestum fjölmiðlum og hjá lögreglu og heilbrigðisstofnunum að ekki skuli fjallað opinberlega um sjálfsvíg. Er þetta af ótta við að eitt sjálfsvíg ýti við einhverjum að fara sömu leið. Með þögguninni er hins vegar vandamálinu ýtt undir yfirborðið. Upplýst og opinská umræða eykur líkur á að á vandanum sé tekið og fólk leiti sér aðstoðar í tæka tíð. Skömminni þarf að aflétta. Í Japan varð yfir 30 prósenta aukning sjálfsvíga 1998 frá því sem verið hafði áratugina á undan. Aukningin, sem samkvæmt skýrslu WHO var rakin til félagslegra og hagrænna vandamála, náði til allra aldurshópa, en sér í lagi karla á miðjum aldri. Og þrátt fyrir að áhættuþættir væru þekktir ríkti þöggun um málið. Um væri að ræða vandamál einstaklinga og þau mál voru ekki í umræðunni, hvorki opinberri né manna í millum. Upp úr aldamótum tók þetta hins vegar að breytast þegar börn þeirra sem höfðu fyrirfarið sér tóku að greina opinberlega frá reynslu sinni. Í framhaldinu tóku heilbrigðisyfirvöld við sér og frá 2005–6 hefur umtalsverður árangur náðst. Líkt og í Japan hefur hér verið unnið gott starf í forvörnum og viðleitni til að draga úr sjálfsvígum. Mikil hlutfallsfækkun frá aldamótum hér skýrist, eins og í Japan, af bylgju sjálfsvíga sem hér varð árin 1999 og 2000, þótt hér væru það helst ungir karlmenn sem áttu í hlut. En betur má ef duga skal. Í frétt blaðsins í dag kemur fram að sjálfsvíg séu önnur helsta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15 til 29 ára. Sú staða er óviðunandi og til mikils að vinna með því að efla og styrkja starf sem hér er þegar unnið við að fækka sjálfsvígum. Í þeim efnum er hlutur Rauða krossins stór, en hann rekur meðal annars hjálparsímann 1717. Í dag fer fram söfnunin Gengið til góðs og tækifæri gefst til að styrkja Rauða krossinn til áframhaldandi góðra verka hér innanlands.
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi með því hæsta í Evrópu Skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunar um sjálfsvíg er komin út. 6. september 2014 07:00
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun