Innlent

Þórunn nýr þingflokksformaður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórunn Egilsdóttir.
Þórunn Egilsdóttir.
Þórunn Egilsdóttir alþingismaður er nýr þingflokksformaður þingflokks Framsóknarmanna. Þetta var ákveðið á fundi þingflokksins í dag. Aðrir í stjórn þingflokksins eru Ásmundur Einar Daðason, varaformaður og Willum Þór Þórsson meðstjórnandi. Um tímabundna skipun er að ræða en Ásmundur Einar mun svo taka við formennsku í sumar.

Vigdís Hauksdóttir tekur sæti Sigrúnar Magnúsdóttir í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd. Sigrún tók sem kunnugt er við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra um áramótin. Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti Þórunnar Egildsdóttur í velferðarnefnd.

Þórunn er fædd í Reykjavík 23. nóvember 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1984 og B.Ed.-próf Kennara Háskóla Íslands 1999. Þórunn hefur verið Sauðfjárbóndi síðan 1986.

Hún starfði sem grunnskólakennari frá 1999-2008, var skólastjórnandi 2005-2008, vann sem verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Austurlands, nú Austurbrú, 2008-2013. Þá sat hún í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 2010-2014 og var oddviti á árunum 2010-2013.

Þórunn sat í stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2010-2014 og var í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins 2010-2014. Þá hefur hún setið í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2010. Hún hefur verið í ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga síðan 2011 og í hreindýraráði síðan 2011.

Þórunn hefur verið alþingismaður frá 2013 fyrir Norðausturkjördæmi.


Tengdar fréttir

Sigrún verður nýr ráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun samkvæmt heimildum Vísis leggja þá tillögu fyrir þingflokksfund Framsóknarflokksins síðdegis að Sigrún Magnúsdóttir verði nýr ráðherra flokksins.

Aldrei sagt nei við verkefnum

Sigrún Magnúsdóttir bættist í hóp ráðherra ríkisstjórnar Íslands á síðasta degi nýliðins árs. Þar er hún aldursforseti. Velflestir hætta að vinna þegar sjötugsaldri er náð en Sigrún tekst óhrædd á við ný viðfangsefni og aukna ábyrgð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×