Velferðarráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. janúar 2015 13:53 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu fæðingarorlofskerfisins hér á landi en karlar taka nú fæðingarorlof í mun minna mæli en áður. Hún segir að meðal annars þurfi að hækka tekjuþak orlofsins. Þorsteins Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í erindi á skattadegi Deloitte, SA og VÍ á þriðjudag, að búið væri að eyðileggja fæðingarorlofskerfið á Íslandi. Kerfið virkaði ekki lengur þannig að foreldrarnir nýttu fæðingarorlofsrétt sinn óháð kyni og tekjum, heldur sé nú ljós veruleg breyting í nýtingu á þessum réttindum. Tekjuþak orlofsins hafi verið skert of mikið í kreppunni. Eygló segist taka undir með Þorsteini og hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Við tókum núna eftir að við tókum við völdum ríkisstjórnin fyrstu skrefin í átt að endurreisa fæðingarorlofskerfið með að hækka þakið í fyrra. Hinsvegar hefur ekki verið samstaða um þessa áherslu og því tók ég ákvörðun um að skipa nefnd um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum,“ segir hún. Nefndinni er ætlað að huga sérstaklega að því hvernig best megi ná markmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof, og tryggja barni samvistir við báða foreldra sína samhliða því að foreldrum verði gert kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að menn nái saman um hverjar áherslurnar eigi að vera til að endurreisa fæðingarorlofið. Ég hef heyrt frá sumum sem hafa lagt áherslu á það að það sé best að lengja fæðingarorlofið fyrst en nú sjáum við það frá Samtökum atvinnulífsins að þeir leggja áherslu á það að hækka þakið og það hef ég líka heyrt frá hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Eygló. Eygló segir brýnt sé að endurreisa fæðingarorlofskerfið til samræmis við upphafleg markmið þess um jafna töku foreldra á fæðingarorlofi. „Það er verulegt áhyggjuefni að mínu mati, þessi þróun, að við sjáum það bæði að karlar eru að taka fæðingarorlof í minna mæli og það að fæðingum er að fækka. Það er eitthvað sem ég tel að enginn vilji sjá að verði raunin hér á Íslandi til framtíðar,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira