Segist vera fyrsti einhverfi þingmaðurinn: „Alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 14:52 Sigurður Örn segir ekki nokkurn vafa á að á Alþingi hafi í nútíð og fortíð starfað einstaklingar með allskonar raskanir. GVA/Vilhelm) „Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07