Innlent

Skattaskjólsgögnin: Tímalína

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Bryndís og Bjarni bentu á tímabili hvort á annað.
Bryndís og Bjarni bentu á tímabili hvort á annað.
Skattrannsóknarstjóri hefur ákveðið að kaupa skattaskjólsgögn sem huldumaður hefur boðið íslenskum stjórnvöldum fyrir 150 milljónir króna. Aðdragandinn að ákvörðuninni hefur verið langur en Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri kynnti Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, hugmyndir um að kaupa gögnin síðastliðið sumar. Þá hafði embættið verið með málið í skoðun í nokkurn tíma.



Stór orð hafa fallið í aðdraganda ákvörðunarinnar og hefur Bjarni meðal annars verið sakaður um frændhygli og að vilja ekki kaupa gögnin sökum fjölskyldutengsla. Sjálfur hafnaði hann því alfarið en upplýst var um það í dag að hann hafi gefið grænt ljós á kaup á gögnunum. Bjarni gagnrýndi einnig embætti skattrannsóknarstjóra fyrir að hafa verið með málið of lengi á borði hjá sér án þess að taka ákvörðun.



Vísir hefur tekið saman helstu atburði í málinu. Hægt er að skoða atburðarásina á gagnvirkri tímalínu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×