Innlent

Segjast ekki hafa þurft að auglýsa ráðuneytisstjórastöðuna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tilkynnt var um skipan Sigríðar Auðar í gær.
Tilkynnt var um skipan Sigríðar Auðar í gær. Vísir/Einar
Sigríður Auður Arnardóttir var skipuð í embætti ráðuneytisstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu án þess að staðan væri auglýst. Í svari við fyrirspurn Vísis segir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins að þar sem hún hafi verið skrifstofustjóri skrifstofu umhverfis- og skipulags í ráðuneytinu fyrir þurfi ekki að auglýsa stöðuna.



„Skylda til að auglýsa embætti á ekki við þegar um slíkan flutning embættismanna er að ræða, sbr. 4. mgr. 21. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands,“ segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi í svarinu. Tilkynnt var um skipan Sigríðar Auðar á vef ráðuneytisins í gær en hún tekur gildi um mánaðarmótin.



Fyrir liggur að Sigríður Auður er hæf til að gegna embættinu en þegar starfið var auglýst árið 2013 var hún annar tveggja umsækjanda sem hæfisnefnd taldi hæfasta til að gegna starfinu. Þá sóttu tuttugu um starfið en Stefán Thors var skipaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×