Innlent

Þingmenn sniðganga eigin árshátíð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigrún Magnúsdóttir mætti ásamt eiginmanni sínum Páli Péturssyni. Forseti Íslands mætti einnig.
Sigrún Magnúsdóttir mætti ásamt eiginmanni sínum Páli Péturssyni. Forseti Íslands mætti einnig. vísir/valli
Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. Öllum þingmönnum, mökum og varamönnum sem tekið hafa sæti á þessu þingi var boðið og hófst gleðskapurinn klukkan 19:30.

Mætingin var aftur á móti ekki góð og náði ljósmyndari 365 Valgarður Gíslason ekki myndum af mörgum gestum þegar hann var mættur fyrir utan Hótel Sögu.

Stjórnarandstaðan greindi frá því fyrr í dag að hún ætlaði ekki að mæta í veisluna og sagði til að mynda Helgi Hjörvar í samtali við Stöð 2: „Það er ekki hægt að brjóta lög um fund í utanríkismálanefnd og neita mönnum um þingfund en bjóða svo í partý í staðinn. Þetta er einfaldlega þannig að við þurfum núna að einbeita okkur að því að verja fullveldi Alþingis og koma í veg fyrir að ríkisstjórnin spilli samskiptum okkar við Evrópusambandið með varanlegum hætti.”

Sjá einnig: Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst yfir óánægju sinni eftir að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tilkynnti einhliða, án samráðs við Alþingi, að aðildarviðræðum við ESB væri lokið af hálfu ríkisstjórnarinnar og þar með Íslands.

Sjá einnig: Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld

Sigrún Magnúsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra, var til að mynda eini ráðherrann sem lét sjá sig í kvöld. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, einnig mættur. 

vísir/valli
vísir/valli
Vigdís Hauksdóttir var í hörkustuði þegar hún mætti.vísir/valli
Sveinbjörg Birna lét sig ekki vanta. Nokkrir mótmælendur voru fyrir utan Hótel Sögu.Vísir/valli
vísir/valli
Ólafur Ragnar Grímsson mætti í kvöldvísir/valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×