Innlent

Formenn þingflokka funda vegna ESB í fyrramálið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar vilja funda með forseta Alþingis vegna ESB.
Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar vilja funda með forseta Alþingis vegna ESB. Vísir/Ernir
Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar fóru fram á það við forseta Alþingis nú í kvöld að haldinn yrði þingflokksformannafundur strax vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um ESB og aðildarumsókn Íslands.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu féllst Einar K. Guðfinnsson ekki á að hafa fund í kvöld heldur hefur verið boðað til þingflokksformannafundar klukkan 9.30 í fyrramálið.

Sjá einnig: „Versta atlagan að fullveldi Alþingis í lýðveldissögunni“

„Mér finnst að forseti þingsins þurfi að svara því hvort að hann líti svo á að framkvæmdavaldið geti með bréfi slitið þessum viðræðum. Ef að það er skilningur hans þá er það að sjálfsögðu eitthvað sem þarf að ræða,“ segir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar.

Þá hefur einnig verið óskað eftir því að utanríkismálanefnd fundi um málið og að boðað verði til þingfundar strax eftir hádegi á morgun, að því er heimildir fréttastofu herma. Samkvæmt dagskrá Alþingis á þingið næst að koma saman á mánudag.


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×