Innlent

Vonast eftir breiðri sátt um rammaáætlun

Höskuldur Kári Schram skrifar
Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast til þess að hægt verði að ná breiðri sátt um breytingar á rammaáætlun. Lagt er til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarflokk en Jón gerir ráð fyrir því að Alþingi afgreiði málið í vor.

Málið var afgreitt með ágreiningi úr atvinnuveganefnd fyrr í þessum mánuði en meirihlutinn leggur til að fimm virkjunarkostir verði færðir úr biðflokki í nýtingarlfokk. Það er Hvammsvirkjun, Skrokkalda, Hagavatnsvirkjun og tveir virkjunarkostir í neðri Þjórsá.

Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt málið og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lýst yfir efasemdum um að málið sé þingtækt.

Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar á hins vegar von á því að málið verði afgreitt í vor.

„Þetta mál fer vonandi á dagskrá þingsins mjög fljótlega eftir páska. Um það verður örugglega rætt í einhverja daga og kannski í nokkuð langan tíma en við höfum líka ágætan tíma fyrir framan okkur,“ segir Jón.

Jón vonast til þess að hægt verði að ná sátt um málið.

„Ég held að við getum náð nokkuð víðtækri sátt um þessi mál í framtíðinni. Ég geri mér vonir um það,“ segir Jón. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×